Steinunn Valdís starfar fyrir Samfylkinguna

Steinunn Valdís Óskarsdóttir á flokksstjórnarfund Samfylkingar.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir á flokksstjórnarfund Samfylkingar. mbl.is/Ómar

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og borgarstjóri, hefur verið ráðin verkefnisstjóri í hlutastarf tímabundið hjá Samfylkingunni til að halda utan um vinnu málefnanefnda flokksins og skipuleggja vinnuna framundan.

Þetta kom fram á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag. Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar hefur samþykkt breytt skipulag málefnanefnda sem m.a. var kynnt á flokksstjórnarfundi í desember og hefur verið kynnt á fundum um umbótaskýrsluna undanfarið.

Með þessu breytta fyrirkomulagi er stefnt að því að efla og bæta málefnastarfið í flokknum, en það er einmitt meðal þess sem hvatt er til í skýrslu umbótanefndarinnar. Á vegum flokksins starfa núna velferðarnefnd, atvinnumálanefnd, nefnd um sveitarstjórnarmál, umhverfisnefnd, utanríkis- og Evrópumálanefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, mennta- og menningarmálanefnd, nefnd um lýðræði og mannréttindi og nefnd um jöfnuð og samfélagsþróun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert