Eigum ekki að „hræra í innyflum hvers annars“

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

Menn eiga ekki að „hræra í inn­yfl­um hvers ann­ars“. Þetta sagði Stein­grím­ur J.  Sig­fús­son formaður VG í sam­tali við vef­ritið Smuguna þegar hann var spurður út í um­mæl­in Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á flokks­stjórn­ar­fundi í gær.

Jó­hanna sagði á fund­in­um að óró­leiki inn­an Vinstri grænna hafi dregið úr trú­verðug­leika rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Það er hættu­leg­ur leik­ur að spila póli­tísk­an ein­leik á kostnað sam­starfs­fé­laga sinna,“ sagði Jó­hanna. „Þeir stjórn­ar­liðar sem líta á sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­flokk­anna sem plagg sem ekki þarf að taka mark á eru að leika sér að eld­in­um.“

Stein­grím­ur seg­ist í sam­tali við Smuguna hafa þá reglu í heiðri að blanda sér ekki í innri mál­efni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með bein­um hætti. ,,Ég held að for­ysta Sam­fylk­ing­ar­inn­ar ætti að taka unga jafnaðar­menn til fyr­ir­mynd­ar sem eru að borða með ung­um Vinstri græn­um í kvöld. Það er mun væn­legra að fólk reyni að tala og vinna sam­an en að hræra í inn­yfl­um hvers ann­ars. Við get­um öll lært af unga fólk­inu.”

Frétt Smugunn­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert