Eigum ekki að „hræra í innyflum hvers annars“

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

Menn eiga ekki að „hræra í innyflum hvers annars“. Þetta sagði Steingrímur J.  Sigfússon formaður VG í samtali við vefritið Smuguna þegar hann var spurður út í ummælin Jóhönnu Sigurðardóttur, formanns Samfylkingarinnar á flokksstjórnarfundi í gær.

Jóhanna sagði á fundinum að óróleiki innan Vinstri grænna hafi dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. „Það er hættulegur leikur að spila pólitískan einleik á kostnað samstarfsfélaga sinna,“ sagði Jóhanna. „Þeir stjórnarliðar sem líta á samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna sem plagg sem ekki þarf að taka mark á eru að leika sér að eldinum.“

Steingrímur segist í samtali við Smuguna hafa þá reglu í heiðri að blanda sér ekki í innri málefni Samfylkingarinnar með beinum hætti. ,,Ég held að forysta Samfylkingarinnar ætti að taka unga jafnaðarmenn til fyrirmyndar sem eru að borða með ungum Vinstri grænum í kvöld. Það er mun vænlegra að fólk reyni að tala og vinna saman en að hræra í innyflum hvers annars. Við getum öll lært af unga fólkinu.”

Frétt Smugunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert