Fundur Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra með fulltrúum á stjórnlagaþingi hófst kl. 15 í dag, en þar á að ræða um viðbrögð við niðurstöðu Hæstaréttar að ógilda kosningar til stjórnlagaþings.
25 voru kosnir á stjórnlagaþing og átti það að hefja formlega störf í byrjun næsta mánaðar. Alls óvíst er hver verða næstu skref, en beðið er eftir að stjórnvöld marki stefnu um hvernig haldið verður á málinu.
5-6 fulltrúar gátu ekki mætt á fundinn, sem fer fram í húsnæði stjórnlagaþing við Ofanleiti í Reykjavík, en þeir verða í símasambandi á fundinum. Meðal þeirra sem ekki eru á fundinum eru Þorvaldur Gylfason prófessor, sem er erlendis, Illugi Jökulsson rithöfundur, Erlingur Sigurðarson kennari og Ari Teitsson bóndi.