Segir leið Jóhönnu leiða til gjaldþrota í sjávarútvegi

Björn Valur Gíslason með Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG.
Björn Valur Gíslason með Steingrími J. Sigfússyni, formanni VG. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Björn Val­ur Gísla­son, alþing­ismaður VG, seg­ir að sú leið Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að innkalla fisk­veiðiheim­ild­ir „muni leiða til mik­ill­ar upp­lausn­ar og gjaldþrota í sjáv­ar­út­vegi og valda mikl­um usla í ís­lensku efna­hags­lífi.“

Björn Val­ur seg­ir á blogg-síðu sinni, að það sé orðin venja hjá for­sæt­is­ráðherra að hnýta í sam­starfs­fólk sitt í rík­is­stjórn. „Ég geri mér hins­veg­ar grein fyr­ir því að svona mál­flutn­ing­ur er meira ætlaður til heima­brúks en ann­ars svo ég læt það ekki pirra mig að neinu marki.“

Björn Val­ur gagn­rýn­ir álykt­un flokks­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um sjáv­ar­út­vegs­mál: „Sjálf­ur hélt ég að ný fisk­veiðistjórn yrði mótuð á þeim niður­stöðum sem Sátta­nefnd rík­is­stjórn­ar­inn­ar komst að á síðasta ári enda var það mark­mið henn­ar að móta til­lög­ur í þeim efn­um. Í bók­un full­trúa stjórn­ar­flokk­anna í þeirri nefnd kem­ur fram að ekki hafi verið stuðning­ur við það í nefnd­inni að fara þá leið sem Sam­fylk­ing­in legg­ur til að kosið verði um í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni. Þau gögn sem nefnd­in aflaði sér um málið benda til þess að inn­köll­un­ar­leið Sam­fylk­ing­ar­inn­ar muni leiða til mik­ill­ar upp­lausn­ar og gjaldþrota í sjáv­ar­út­vegi og valda mikl­um usla í ís­lensku efna­hags­lífi. Full­trú­ar stjórn­ar­flokk­ana leggja því til að far­in verði önn­ur og trygg­ari leið að sama marki sem skapi sjáv­ar­út­veg­in­um góðan rekstr­ar­grunn til langs tíma gegn til­tekn­um ströng­um skil­yrðum og gjaldi fyr­ir nýt­ing­ar­rétt­inn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert