Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun hitta stjórnlagaþingsfulltrúana 25 á fundi í dag til að fara yfir stöðu mála eftir að Hæstiréttur ógilti kosninguna til stjórnlagaþings.
Að sögn Ómars Ragnarssonar sem er einn þingsfulltrúa vill Ögmundur fá að heyra þeirra afstöðu til málsins og ræða þá stöðu sem komin er upp. Fundurinn er haldinn að frumkvæði þeirra sem hlutu kosningu á stjórnlagaþing.
Óvissa ríkir enn um hvernig brugðist verður við en þeir kostir sem nefndir hafa verið í stöðunni eru m.a. að kosið verði aftur eða að Alþingi skipi hinar kjörnu fulltrúa í nefnd. Þeir stjórnlagaþingsfulltrúar sem Morgunblaðið ræddi við í vikunni voru flestir á þeirri skoðun að kjósa ætti aftur en sögðu þó að boltinn væri hjá stjórnvöldum.