Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sendir Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, tóninn á vef sínum í dag. Segir hann að Ögmundur hafi í viðtali við Morgunblaðið í dag kveðið upp úr um að forsætisráðherra skorti dómgreind.
„Getur ráðherra gengið mikið lengra í gagnrýni á forseta eigin ríkisstjórnar? Ég held ekki.
Og hver er innstæðan?
Forsætisráðherra sagði á flokksstjórnarfundi á laugardag að andstaða vinstri grænna við veigamikil mál í stjórnarsáttmála væri leikur að eldi.
Þetta var gagnrýnin.
Núnú: Vinstri grænir vilja vera í stjórn. Held ég. Þeir eru sumir hverjir á móti stjórnarsáttmálunum, þó þeir hafi samþykkt hann. Þeir sumsé gerðu samning sem þeir vilja svo ekki kannast við. En vilja vera áfram í stjórn.
Sér er nú hvert dómgreindarleysið …" segir Sigmundur Ernir.