Fær ekki að safna upplýsingum um greiðsluaðlögun

Höfuðstöðvar Creditinfo Group að Höfðabakka 9
Höfuðstöðvar Creditinfo Group að Höfðabakka 9 Ernir Eyjólfsson

Persónuvernd hefur synjað beiðni Creditinfo Lánstrausti hf. um leyfi til vinnslu persónuupplýsinga um einstaklinga í greiðsluaðlögun. Litið var til þeirra forsendna sem bjuggu að baki lagasetningu um þetta úrræði og þess hve skrásetning umræddra upplýsinga gæti orðið íþyngjandi fyrir hina skráðu.

Í niðurstöðu Persónuverndar segir að skrásetning umræddra upplýsinga í skrá Creditinfo Lánstrausts hf. um fjárhagsmálefni og lánstraust einstaklinga, sem haldin er í því skyni að miðla þeim til annarra,  verði að teljast íþyngjandi. „Það að upplýsingarnar yrðu sérgreindar ásamt upplýsingum um gerða kaupmála og fjárræðissviptingar myndi ekki breyta hinu íþyngjandi eðli skráningarinnar. Af framangreindu verður ráðið að með lagasetningu um greiðsluaðlögun sé m.a. verið að bregðast við greiðsluvanda einstaklinga sem er til kominn vegna atvika sem þeir gátu ekki ráðið við.“

Við afgreiðslu málsins óskaði Persónuvernd ítrekað umsagnar félags- og tryggingamálaráðherra og síðar dómsmála- og mannréttindaráðherra og innanríkisráðherra um hvort það samrýmist markmiðum lagaákvæða um greiðsluaðlögun einstaklinga að upplýsingar um þessa einstaklinga verði unnar hjá Creditinfo Lánstrausti hf. Engin svör hafa borist.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert