Formaður svæðisfélags VG hættur í flokknum

Frá fundi Vinstri-grænna. Mynd úr safni.
Frá fundi Vinstri-grænna. Mynd úr safni. Kristinn Ingvarsson

Formaður svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Austfjörðum hefur sagt sig úr flokknum. Hann segir flokkinn ekki þann sama og hann studdi á sínum tíma, og að mikil ólga sé innan flokksins. Frá þessu er greint á vef Austurgluggans.

Ásmundur Páll Hjaltason, sem verið hefur formaður svæðisfélagsins í tvö ár, segir í samtali við Austurgluggann að sér finnist flokkurinn hafa gefið of mikið eftir í sínum stefnumálum, til að mynda hvað varðar Evrópusambandið.

Hann segir ólgu innan flokksins víðar en hjá þremenningunum svokölluðu, Ásmundi Einar Daðasyni, Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasyni.

Frétt Austurgluggans

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert