Grunni kerfis breytt

Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra. mbl.is/Þorkell

Væntanlegt frumvarp um breytta skipan fiskveiða mun breyta vægi einstakra þátta í heildarúthlutun aflaheimilda, sem þegar eru fyrir hendi í lögum.

Þannig gæti vægi byggðakvóta og strandveiða aukist í heildarúthlutun á kostnað annarra þátta. Þetta segir Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið. „Minn hugur er sá að byggðasjónarmið munu vega mjög þungt í þessari löggjöf,“ segir Jón.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir ráðherrann að fráleitt sé af Samtökum atvinnulífsins að halda almennum kjarasamningum í gíslingu vegna óleystra mála á sviði sjávarútvegs. Þó sé rétt að mikilvægt sé að hraða vinnunni og vanda til verka.

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert