Krefst leiðréttingar og afsökunarbeiðni

Tölvan sem fannst á Alþingi.
Tölvan sem fannst á Alþingi. mbl.is/Júlíus

Lögmaður Inga Freys Vilhjálmssonar, fréttastjóra DV, sendi Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, bréf í dag þar sem þess er krafist að umfjöllun í Morgunblaðinu um Inga Frey í dag verði leiðrétt og hann beðinn afsökunar á ærumeiðandi ummælum.

Þá krefst lögmaðurinn 1 milljónar króna í miskabætur.

Í umfjölluninni kom m.a. fram að Ingi Freyr hefði réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn á kæru vegna stuldar á tölvugögnum frá lögfræðistofu því vitni hefðu borið að hann hafi fengið ungan pilt til þess að stela umræddum gögnum fyrir sig, gegn þóknun.

Þá kom fram að lögregla rannsaki hvort tengsl séu á milli þessa máls og tölvunnar, sem fannst á Alþingi fyrir tæpu ári. Tölvan sem þar fannst sé sömu gerðar og tölva sem lögreglan lagði hald á í febrúar í fyrra, þegar hún handtók piltinn vegna gagnastuldarmálsins. 

Í bréfi lögmanns Inga Freys segir, að ásakanir á hendur honum séu rangar og Ingi Freyr sé hvorki með, né hafi verið með réttarstöðu sakbornings í neinu sakamáli sem hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Þá eigi ásakanir Morgunblaðsins um að hann hafi gert mann út af örkinni til að brjótast inn í tölvur til að stela upplýsingum enn síður við rök að styðjast. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert