Logi byltingar fer yfir

Vopnaður hermaður fylgist með fjölskyldu í Kaíró í dag.
Vopnaður hermaður fylgist með fjölskyldu í Kaíró í dag. Reuters

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag, að engu væri lík­ara en logi bylt­ing­ar færi yfir rík­in í Norður-Afr­íku.

„Við sáum hvað gerðist í Tún­is og sjá­um hvað er að ger­ast í Egyptalandi. Íslenska rík­is­stjórn­in tek­ur  hvarvetna und­ir mót­mæli gegn því að lög um mann­rétt­indi séu ekki virt," sagði Össur og bætti við að eina leiðin til að vilji al­menn­ings í Egyptalandi sé að þar fari fram frjáls­ar kosn­ing­ar.

Össur var að svara fyr­ir­spurn frá Birgittu Jóns­dótt­ur, þing­manni Hreyf­ing­ar­inn­ar, sem spurði hvort hann hefði sent frá sér yf­ir­lýs­ingu sem end­ur­spegli for­dæm­ingu á hörku egypskra stjórn­valda í garð mót­mæl­enda. Sagði Birgitta, að það sé skylda Íslend­inga að styðja bar­áttu Egypta fyr­ir betra lífi og og for­dæma þá rit­skoðun, harðræði og ferl­is­skerðingu, sem Hosni Mubarak, for­seti Egypta­lands, hefði beitt al­menn­ing.

Össur sagðist taka und­ir for­dæm­ingu Birgittu á því að fólk hefði verið svipt tján­ing­ar­frelsi og að sjón­varps­stöðinni Al-Jazeera hafi verið lokað í Egyptalandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert