Logi byltingar fer yfir

Vopnaður hermaður fylgist með fjölskyldu í Kaíró í dag.
Vopnaður hermaður fylgist með fjölskyldu í Kaíró í dag. Reuters

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að engu væri líkara en logi byltingar færi yfir ríkin í Norður-Afríku.

„Við sáum hvað gerðist í Túnis og sjáum hvað er að gerast í Egyptalandi. Íslenska ríkisstjórnin tekur  hvarvetna undir mótmæli gegn því að lög um mannréttindi séu ekki virt," sagði Össur og bætti við að eina leiðin til að vilji almennings í Egyptalandi sé að þar fari fram frjálsar kosningar.

Össur var að svara fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Hreyfingarinnar, sem spurði hvort hann hefði sent frá sér yfirlýsingu sem endurspegli fordæmingu á hörku egypskra stjórnvalda í garð mótmælenda. Sagði Birgitta, að það sé skylda Íslendinga að styðja baráttu Egypta fyrir betra lífi og og fordæma þá ritskoðun, harðræði og ferlisskerðingu, sem Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, hefði beitt almenning.

Össur sagðist taka undir fordæmingu Birgittu á því að fólk hefði verið svipt tjáningarfrelsi og að sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera hafi verið lokað í Egyptalandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka