Ráðist á Íslending í Kaíró

Mikil óöld ríkir nú í Kaíró. Hér sjást lögreglumenn bera …
Mikil óöld ríkir nú í Kaíró. Hér sjást lögreglumenn bera særðan félaga sinn. Reuters

Ráðist var á Jón Björgvinsson, fréttaritara Ríkisútvarpsins, sem staddur er í Kaíró í Egyptalandi við fréttaöflun, að sögn RÚV. Hann var hætt kominn þar sem hann var við fréttaöflun fyrir svissneska sjónvarpsstöð í fátækrahverfi í borginni. Gerð voru hróp að Jóni og félögum hans og síðan ráðist á þá.

Samkvæmt fréttavef RÚV var Jón sleginn í götuna og kvikmyndavél hans brotin. Tveir íbúa hverfisins hjálpuðu honum og félögum hans að flýja af vettvangi. Þeir komust undan með eitthvað af tækjabúnaði sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert