Segir Hæstarétt hafa farið út fyrir sitt svið

Ástráður Haraldsson.
Ástráður Haraldsson.

Ástráður Haraldsson, fyrrverandi formaður landskjörstjórnar, sagði við Ríkisútvarpið að hann teldi Hæstiréttur hafi farið út fyrir sitt svið þegar hann tók ákvörðun um að ógilda kosningar til stjórnlagaþings. Landsskjörstjórn sagði af sér sl. föstudag vegna ákvörðunar Hæstaréttar.

Ástráður sagði við Útvarpið að ýmsar ábendingar réttarins hefðu verið skynsamlegar og góðar en ekki hefði verið sýnt fram á, að þau atriði, sem fundið sé að, hafi áhrif á úrslit kosninganna, eða það að það væru einhverjir gallar þannig að kjósendur gætu ekki nýtt atkvæðisrétt sinn. „Þar af leiðandi tel ég að ákvörðun Hæstaréttar  sé býsna fjarlæg niðurstaða,“ sagði Ástráður.

Vefur Ríkisútvarpsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert