Segir Hæstarétt hafa farið út fyrir sitt svið

Ástráður Haraldsson.
Ástráður Haraldsson.

Ástráður Har­alds­son, fyrr­ver­andi formaður lands­kjör­stjórn­ar, sagði við Rík­is­út­varpið að hann teldi Hæstirétt­ur hafi farið út fyr­ir sitt svið þegar hann tók ákvörðun um að ógilda kosn­ing­ar til stjórn­lagaþings. Lands­skjör­stjórn sagði af sér sl. föstu­dag vegna ákvörðunar Hæsta­rétt­ar.

Ástráður sagði við Útvarpið að ýms­ar ábend­ing­ar rétt­ar­ins hefðu verið skyn­sam­leg­ar og góðar en ekki hefði verið sýnt fram á, að þau atriði, sem fundið sé að, hafi áhrif á úr­slit kosn­ing­anna, eða það að það væru ein­hverj­ir gall­ar þannig að kjós­end­ur gætu ekki nýtt at­kvæðis­rétt sinn. „Þar af leiðandi tel ég að ákvörðun Hæsta­rétt­ar  sé býsna fjar­læg niðurstaða,“ sagði Ástráður.

Vef­ur Rík­is­út­varps­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert