Skipstjórnarmenn taka undir málflutning SA

Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum styður Samtök atvinnulífsins í þeirri afstöðu að ganga ekki frá almennum kjarasamningum, áður en því verður komið á hreint hvaða breytingar verða gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Bergur Páll Kristinsson, formaður félagsins, segir að skipstjórnarmenn víða um land íhugi að sigla skipum sínum í land, fáist ekki vissa um hvað ríkisstjórnin hyggst fyrir fljótlega: „Samstaða útvegsmanna og sjómanna hefur aldrei verið meiri en nú. Við teljum að Samtök atvinnulífsins eigi ekki að hrófla við neinum samningum áður en sjávarútvegurinn hefur fengið vissu um í hvað stefnir,“ segir hann.

„Bankahrunið var vitanlega stór og þungbær atburður. En ef sjávarútvegurinn hrynur verður það mun stærri skellur fyrir þjóðarbúið, þó að slíkt gerist á lengri tíma,“ segir Bergur. „Ef aflaheimildirnar verða teknar af mönnum yfir tíma mun engin framþróun verða í greininni og fremsta fiskimannaþjóð í heimi mun riða til falls,“ segir formaður Verðandi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert