Sveitarfélög bjóði í fangelsi

mbl.is/Ómar

„Það er einfaldlega vegna þess að við vildum opna á þann möguleika að sveitarfélög sem eru þess fýsandi að fá fangelsi og starfsemi þeirra í sína heimabyggð geti sett fram tilboð.“

Þetta segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í Morgunblaðinu í dag, aðspurður hvers vegna ekki sé gert að skilyrði í útboði fyrir nýtt fangelsi að það rísi á höfuðborgarsvæðinu.

Haft var eftir Páli Winkel, forstjóra Fangelsismálastofnunar í Morgunblaðinu á laugardag að út frá faglegum sjónarmiðum væri ekkert vit í öðru en að nýtt fangelsi rísi á höfuðborgarsvæðinu.

Ögmundur kveðst taka aukinn flutningskostnað með í dæmið. „Hann er staðreynd og þess vegna þyrfti að sannfæra okkur um að á móti kæmi minni kostnaður við aðra rekstrarliði ef fangelsið væri utan höfuðborgarsvæðisins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert