Tengsl DV og WikiLeaks rannsökuð

Tölvan sem fannst á Alþingi.
Tölvan sem fannst á Alþingi. mbl.is/Júlíus

Þótt enn hafi ekki tek­ist að upp­lýsa hver eða hverj­ir komu tölvu fyr­ir í húsa­kynn­um Alþing­is laust fyr­ir ára­mót­in í fyrra er mál­inu ekki lokið af hálfu lög­reglu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins var tölv­an sömu gerðar og tölva sem lög­regl­an lagði hald á í fe­brú­ar í fyrra, þegar hún hand­tók 17 ára gaml­an pilt, sem hafði stolið gögn­um úr tölvu lög­manns þekktra ein­stak­linga á borð við Karl Werners­son og Eið Smára Guðjohnsen.

Pilt­ur­inn teng­ist bæði DV og Wiki­Leaks og starfar nú, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins, hjá Wiki­Leaks í London.

Í um­fujöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að við yf­ir­heyrsl­ur lög­reglu, hafi dreng­ur­inn reynst ósam­vinnuþýður.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins hef­ur Ingi Freyr Vil­hjálms­son, blaðamaður DV, sem skrifað hef­ur marg­ar grein­ar og frétt­ir, sem tald­ar eru byggðar á hinum stolnu gögn­um, rétt­ar­stöðu grunaðs manns, því vitni hafa borið að hann hafi fengið unga pilt­inn til þess að stela um­rædd­um gögn­um fyr­ir sig, gegn þókn­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert