Ekki með réttarstöðu grunaðs

Tölvan sem fannst á Alþingi.
Tölvan sem fannst á Alþingi. mbl.is/Júlíus

Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest við lögmann Inga Freys Vilhjálmssonar, fréttastjóra DV, að Ingi Freyr sé ekki með réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn á gagnastuldi frá lögmannsstofu og á svonefndu njósnatölvumáli á Alþingi.

Þetta kemur fram í tölvupóstsendingum, sem gengið hafa á milli Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, lögmanns Inga Freys, og Björgvins. Vilhjálmur hefur sent tölvupóstana til fjölmiðla en hann óskaði upplýsinga um það hjá lögreglu hvort Ingi Freyr væri með réttarstöðu sakbornings í svonefndu Milestonemáli.

Vilhjálmur krafðist þess í gær að umfjöllun í Morgunblaðinu um Inga Frey í gær verði leiðrétt og hann beðinn afsökunar á ærumeiðandi ummælum. Þar var sagt, að Ingi Freyr hefði réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn á kæru vegna stuldar á tölvugögnum frá lögfræðistofu því vitni hefðu borið að hann hafi fengið ungan pilt til þess að stela umræddum gögnum fyrir sig, gegn þóknun.

Þá kom fram að áð lögregla rannsaki hvort tengsl séu á milli þessa máls og tölvunnar, sem fannst á Alþingi fyrir tæpu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert