Litlar breytingar á fylgi flokka

Litlar breytingar eru á fylgi flokkanna skv. Þjóðarpúlsi Capacent.
Litlar breytingar eru á fylgi flokkanna skv. Þjóðarpúlsi Capacent. mbl.is/Ernir

Lítillega hefur dregið úr fylgi Samfylkingarinnar í nýrri fylgiskönnun en stuðningur við Vinstri græna hefur aukist lítið eitt frá seinustu fylgiskönnun skv. nýjum Þjóðarpúlsi Capacent Gallup, sem greint var frá í fréttum Ríkissjónvarpsins.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 34% fylgi sem er óbreytt frá seinustu könnun fyrir mánuði síðan. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 22%, sem er tveimur prósentustigum minna en í seinustu könnun Capacent. Vinstrihreyfingin-grænt framboð mælist með 19% fylgi og er það einu prósentustigi meira en seinast. Fylgi Framsóknarflokksins stendur í stað frá seinustu könnun og er nú 13% skv. könnuninni og Hreyfingin mælist nú með 4%, en var með 6% í seinustu könnun.

7% þátttakenda í könnuninni sögðust myndu kjósa aðra flokka en það er tveimur prósentustigum meira en svöruðu í seinustu könnun. Ríflega 15% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og 13% sögðust myndu skila auðu eða kjósa ef kosningar færu fram í dag.

Könnunin var gerð 6. til 28. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert