Litli drengurinn farinn frá Indlandi

Jóel Færseth Einarsson.
Jóel Færseth Einarsson. Ljósmynd/Helga Sveinsdóttir

Jóel Færseth Einarsson, tveggja mánaða gamall drengur sem indversk staðgöngumóðir fæddi fyrir íslenska foreldra, er farinn frá Indlandi.

Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins að íslensku hjónin fengu neyðarvegabréf frá sendiráði Íslands á Indlandi á föstudag þegar ljóst þótti að indversk stjórnvöld myndu ekki setja sig upp á móti því að drengurinn færi úr landi.

Að sögn Útvarpsins fengu íslensku hjónin sérstakt leyfi frá indverskum yfirvöldum til að yfirgefa landið með Jóel. Fór fjölskyldan í gærkvöldi frá Indlandi til Frankfurt í Þýskalandi þar sem þau bíða flugs til Íslands. 

Vefur Ríkisútvarpsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert