Lögreglustöð í austurborgina

mbl.is/Eggert

Lögreglan í höfuðborginni hyggst flytja lögreglustöð 1 sem þjónar austurborginni í húsnæði sem er meira miðsvæðis á starfssvæðinu. Ríkiskaup hafa auglýst eftir hentugu húsnæði til leigu.

Tvær lögreglustöðvar eru á Hverfisgötu 113-115, ásamt höfuðstöðvum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustöð 1 þjónar austurhluta Reykjavíkur, frá Snorrabraut að Elliðaám. Lögreglustöð 5 sinnir verkefnum í Reykjavík, vestan Snorrabrautar, og á Seltjarnarnesi.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri áhuga á að hafa lögreglustöð 1 miðsvæðis í austurborginni. „Þetta er lokahnykkurinn í endurskipulagningu löggæslu á höfuðborgarsvæðinu sem hófst 2007,“ segir Stefán.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert