Fjölmenni kom saman framan við Ráðhúsið í Reykjavík eftir hádegið í dag til að mótmæla niðurskurði á sviði tónlistarfræðslu. Fram hefur komið, að verulegur niðurskurður verður á framlögum Reykjavíkurborgar til tónlistarkennslu í borginni, frá og með hausti 2011.
Skólarnir telja að niðurskurðurinn sé svo mikill, að hættuástand myndist í tónlistarfræðslumálum.
Reykjavíkurborg sagði í tilkynningu í dag, að hún muni leita allra leiða til að efla tónlistarkennslu barna og ungmenna í borginni. Engin ákvörðun hafi af hálfu borgaryfirvalda verið tekin um að hætta stuðningi við tónlistarnemendur sem náð hafa 16 ára aldri.