Miklar áhyggjur af íslensku þjóðinni

/Bjarni Benediktsson.
/Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist á Alþingi í dag hafa miklar áhyggjur af íslensku þjóðinni á tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar, sem er í dag, 1. febrúar.  

Sagði Bjarni, að þjóðin kallaði eftir árangri og uppbyggingu sem léttu undir með fólkinu og vektu bjartsýni um framtíðina.

„Okkur gengur of hægt að koma hagkerfinu í gang, okkur gengur of hægt að skapa störf, við höfum lagt of miklar byrðar á heimilin um leið og illa hefur gengið og allt of seint að greiða úr skuldavanda þeirra. Nýfjárfesting í atvinnulífinu er í algeru frosti og undirstöðuatvinnugreinar, eins og t.d. sjávarútvegurinn, búa við mikla óvissu. Ofan á allt þetta bætist að hugmyndir forsætisráðherrans og stjórnarmeirihlutans um endurskoðun á stjórnarskránni hafa nú verið í smíðum í tvö ár með engum árangri og við erum komin aftur á byrjunarreit," sagði Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert