Ógæfuspor fyrir Hafnarfjörð

Sankti Jósefsspítali í Hafnarfirði.
Sankti Jósefsspítali í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er auðvitað ljóst að það er verið að skera niður. Það er að tapast heilmikið af sérþekkingu úr bænum og ég harma það og mér finnst það ógæfuspor,“ segir Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Frá og með deginum í dag hefur St. Jósefsspítali í Hafnarfirði formlega verið sameinaður Landspítala. Hjúkrunarheimilið Sólvangur verður skilið frá spítalanum og rekið sem sjálfstæð stofnun. Gert er ráð fyrir því að allir núverandi starfsmenn St. Jósefsspítala, að frátöldum þeim sem starfa á Sólvangi, verði starfsmenn Landspítala við sameininguna.

Í umfjöllun um mál St. Jósefsspítala í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hugmyndir séu um, að legudeild lyflækninga verði áfram í Hafnarfirði en skurðstofustarfsemi og deildir hand- og meltingarlækninga flytjist til Reykjavíkur. Ekki hefur verið fjallað ýtarlega um hvað verður af röntgendeild og rannsóknadeild, að öðru leyti en því að þjónustan muni aðlagast eftir þörfum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert