Sanddæluskip lagt af stað

Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn.

Dæluskipið Skandia er lagt af stað áleiðis til Vestmannaeyja frá Danmörku. Fram kemur á vef Eyjafrétta, að skipið hafi farið í skoðun í gær en ekki sé gott siglingaveður framundan og því viðbúið að skipið verði lengur á leiðinni en áætlað var. 

Segir vefurinn, að í góðu veðri sé þetta um fjögurra sólahringa sigling.  Hins vegar sé áætlað að það taki aðeins tvo daga að dýpka og opna Landeyjahöfn fyrir Herjólf.

Unnið er að bráðabirgðaflóðvarnargarði í ósum Markarfljóts og er vonast til að hann verði tilbúinn í mánuðinum. 

Vefur Eyjafrétta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert