Sendi Ríkisendurskoðun leiðbeiningar

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson.

Forsætisráðherra segir í bréfi, sem sent hefur verið til Alþingis og Ríkisendurskoðuðunar, að mikilvægt sé, að Ríkisendurskoðun endurskoði svar, sem forsætisráðuneytið veitti við fyrirspurn á Alþingi, á sömu forsendum og svarið var veitt enda teljist þær forsendur málefnalegar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á bréfinu á Alþingi í dag og sagði að forsætisráðherra væri með bréfinu að setja ofan í við forsætisnefnd Alþingis fyrir að biðja Ríkisendurskoðun að rannsaka málið, og jafnframt að senda Ríkisendurskoðun leiðbeiningar um hvernig vinna eigi málið.

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki geta túlkað bréfið öðru vísi en sem inngrip forsætisráðherra í þá ákvörðun þingsins, að senda umrætt mál til Ríkisendurskoðunar og bein eða óbein fyrirmæli til Ríkisendurskoðunar um það hvernig hún eigi að vinna sína vinnu.

Málið snýst um svar við fyrirspurn, sem Guðlaugur Þór lagði fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um sérfræðikostnað hjá starfsmönnum félagsvísindasviðs Háskóla Ísland. Þegar svarið barst fullyrti Guðlaugur Þór að það væri rangt og fór fram á það við forsætisnefnd Alþingis að hún bæði Ríkisendurskoðun um skýrslu um kostnað ráðuneyta vegna aðkeyptar þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni núverandi starfsmanna félagsvísindasviðs Háskóla Íslands á tímabilinu maí 2007 til nóvember 2010. Varð forsætisnefnd við þessu.

Forsætisráðuneytið vísaði því á bug að svörin væru röng og sagði þau öll hafa verið unnin af fyllstu vandvirkni og eftir bestu vitund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert