Skýrist fljótlega

Forsvarsmenn flokkanna á fundi í Stjórnarráðinu í dag.
Forsvarsmenn flokkanna á fundi í Stjórnarráðinu í dag. mbl.is/Golli

Fundi for­ystu­manna flokk­anna um viðbrögð við ákvörðun Hæsta­rétt­ar að ógilda kosn­ing­arn­ar til stjórn­lagaþings, er ný­lokið. Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra von­ar að fljót­lega muni skýr­ast í hvaða far­veg málið fari.

„Þessi fund­ur fór fram í mjög góðum anda og ég vona að það skýrist fljót­lega í fram­hald­inu í hvaða far­veg málið verður sett en það er á hendi for­sæt­is­ráðherra að halda utan um það,“ sagði Stein­grím­ur.

Hann sagði óvíst að ástæða væri til að funda aft­ur al­veg á næst­unni. „Ég held að það hafi stefnt í að mál­in færu í til­tek­inn far­veg,“ sagði hann en vísaði til þess að fram­hald máls­ins væri í hönd­um for­sæt­is­ráðherra, sem myndi greina nán­ar frá því.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert