Stjórnvöld vildu meiri álögur á bíla

mbl.is/Friðrik

Fulltrúar ríkisstjórnarinnar vildu hækka vörugjöld á bifreiðar enn meira en raun ber vitni en tóku að lokum tillit til sjónarmiða hagsmunaaðila í greininni.

Var útkoman sú að vörugjöld á bifreiðar í efsta þrepi hækka úr 45% í 65% og hafa því aðeins tvö lönd, Noregur og Danmörk, hærri gjöld í efsta vörugjaldaþrepi.

Þetta segir Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúðar Benna, en hann átti sæti í nefnd sem fór yfir þær breytingar sem nú hafa gengið í garð á gjaldtöku á bifreiðar.

Að sögn Özurar Lárussonar, framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins, hefur breytingin í för með sér að verð á stórum jeppum muni að óbreyttu hækka um allt að 1-1,5 millj. og nefnir sem dæmi Mitsubishi Pajero og Toyota Land Cruiser. Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Özur, að jeppar í þessum flokki hafi með hækkunum og gengisfalli krónunnar verið verðlagðir upp fyrir kaupgetu meðaltekjufólks.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert