Tekið á ofbeldishópum

Innanríkisráðherra segir öruggt að íslensk stjórnvöld muni ekki láta það viðgangast að ofbeldishópar vaði uppi í miðborg Reykjavíkur. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gær að verslunareigendur við Laugaveg óttist um öryggi sitt vegna ofbeldis í miðborginni og hafi krafist aukinnar löggæslu.

„Við höfum átt viðræður við borgaryfirvöld um þetta mál. Þau hafa viðrað sínar áhyggjur. Ég hef rætt málin við lögreglustjórann í Reykjavík og við munum eiga fund um þessi mál, sem við lítum að sjálfssögðu mjög alvarlegum augum,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar fréttamaður RÚV spurði hann um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.

„Við byrjum á því að afla okkur gagna um málið. Það er að sjálfssögðu öruggt að við ætlum ekki að láta það viðgangast að ofbeldishópar vaði hér uppi,“ sagði Ögmundur ennfremur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert