Við það að ljúka endurútreikningi

Útibú Landsbankans í Austurstræti
Útibú Landsbankans í Austurstræti Árni Sæberg

Landsbankinn lýkur senn endurútreikningi á þeim erlendu íbúðalánum sem falla undir lög um vexti og verðtryggingu frá því í desember á síðasta ári. Höfuðstólslækkunin er allt að 70%, en meðallækkunin öllu lægri, eða 41%. Um 85% lána hafa verið birt viðskiptavinum í Einkabanka.

Alls komu 2800 lán til endurútreiknings hjá bankanum, og verður höfuðstólslækkun aldrei undir 25%, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Viðskiptavinir geta staðfest endurútreikninginn og valið á milli verðtryggðs eða óverðtryggðs láns í íslenskum krónum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert