Telur rétt að ganga frá samningnum

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir á Facebook-síðu sinni, að hann hafi ávallt stutt viðræður um lausn á Icesave-málinu og telji rétt að ganga frá því eins og það liggur nú fyrir.

„Þjóðin reis upp gegn Icesave samningi ríkisstjórnarinnar og felldi hann með 98% greiddra atkvæða. Það mun ekki gleymast hverjir voru tilbúnir til að samþykkja þá afarkosti og taka áhættu upp á 500 milljarða. Það er himinn og haf á milli þess samnings og nýja samkomulagsins. Ég hef ávallt stutt viðræður um lausn á málinu og tel rétt að ganga frá því eins og það liggur nú fyrir," skrifar Bjarni.

Fulltrúar flokksins í fjárlaganefnd skiluðu í dag áliti um frumvarp um staðfestingu Icesave-samningsins og leggja til að það verði samþykkt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert