Afstaða þingflokksins óskiljanleg

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll. mbl.is/Golli

 

Stjórn Sjálf­stæðis­flokks­fé­lags­ins Bald­urs í Kópa­vogi lýs­ir yfir mik­ill óánægju með af­stöðu þing­flokks­ins í Ices­a­ve-máls­ins. Fé­lagið krefst þjóðar­at­kvæðis um málið.

„Þarna ganga kjörn­ir þing­menn ger­sam­lega á svig við mjög af­drátt­ar­lausa álykt­un lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins 2010 um þetta mál­efni þar sem samþykkt var með nán­ast öll­um greidd­um at­kvæðum á 1.900 manna lands­fund­in­um að hafna bæri lög­laus­um kröf­um Breta og Hol­lend­inga í þessu efni.

Því er full­kom­lega ljóst hver afstaða Sjálf­stæðis­flokks­ins er til þess­ar­ar ósvífnu inn­heimtu­kröfu Breta og Hol­lend­inga, en hún er að hafna beri að greiða hana.

Því er nú með öllu óskilj­an­legt hvað rek­ur þetta stór­an hóp þing­manna, sem kenna sig við Sjálf­stæðis­flokk­inn og buðu krafta sína fram við síðustu Alþing­is­kosn­ing­ar í nafni hans, til að ganga svo ger­sam­lega á svig við af­drátt­ar­lausa af­stöðu lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins til ná­kvæm­lega þessa máls,“ seg­ir í álykt­un­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka