Afstaða þingflokksins óskiljanleg

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á fundi í Valhöll. mbl.is/Golli

 

Stjórn Sjálfstæðisflokksfélagsins Baldurs í Kópavogi lýsir yfir mikill óánægju með afstöðu þingflokksins í Icesave-málsins. Félagið krefst þjóðaratkvæðis um málið.

„Þarna ganga kjörnir þingmenn gersamlega á svig við mjög afdráttarlausa ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins 2010 um þetta málefni þar sem samþykkt var með nánast öllum greiddum atkvæðum á 1.900 manna landsfundinum að hafna bæri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í þessu efni.

Því er fullkomlega ljóst hver afstaða Sjálfstæðisflokksins er til þessarar ósvífnu innheimtukröfu Breta og Hollendinga, en hún er að hafna beri að greiða hana.

Því er nú með öllu óskiljanlegt hvað rekur þetta stóran hóp þingmanna, sem kenna sig við Sjálfstæðisflokkinn og buðu krafta sína fram við síðustu Alþingiskosningar í nafni hans, til að ganga svo gersamlega á svig við afdráttarlausa afstöðu landsfundar Sjálfstæðisflokksins til nákvæmlega þessa máls,“ segir í ályktuninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert