„Allt samkvæmt áætlun“

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir ekk­ert hæft í þeim ásök­un­um að rík­is­stjórn­in verði sprengd í loft upp og að hún hafi í hót­un­um við þing­menn varðandi ESB-viðræðurn­ar.

Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurði Jó­hönnu út í stöðu viðræðnanna. Hann seg­ir að það blasi við hverj­um ein­asta manni að viðræðurn­ar séu komn­ar í full­komið upp­nám og öngstræti, vegna ágrein­ings inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar og rík­is­stjórna­flokk­anna. Það ríki al­gjör for­ystu­leysi inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar. „Þess­ar viðræður eru að verða að hálf­gerðum skrípaleik. Það veit í raun og veru eng­inn hvert á að fara,“ sagði Ein­ar og spurði Jó­hönnu hvert ferðinni væri heitið. 

„Það geng­ur allt sam­kvæmt áætl­un. Það er fullt sam­ráð sem hef­ur verið haft við ut­an­rík­is­mála­nefnd. Ráðherra­nefnd um ESB mál, sem í eiga auðvitað ráðherr­ar Sam­fylk­ing­ar og Vinstri grænna, hitt­ast reglu­lega og bera sam­an bæk­ur sína. Allt geng­ur sam­kvæmt áætl­un. Rýni­vinna er í full­um gangi og mun ljúka fljót­lega,“ seg­ir Jó­hanna.

„Hvað samþykkti Alþingi hér á þessu þingi? Að það skyldi farið að leggja fram aðild­ar­um­sókn og sjá hvaða samn­inga við fengj­um út úr þeim samn­ingaviðræðum, og það er á fullri ferð. Auðvitað er það þannig að við eig­um að treysta þá þjóðinni fyr­ir því að meta það hvort hún vill þessa samn­inga eða ekki,“ seg­ir Jó­hanna.

„Það eru full­komn­ar get­gát­ur og rangt að hér sé eitt­hvað skrykkj­ótt ferðalag í þessu efni. Það er allt á réttri leið í sam­ræmi við þá álykt­un sem Alþingi hef­ur samþykkt í þessu efni, og eft­ir henni er full­komn­lega farið.“

„Ég greindi frá því hér að það hefði verið upp­lýst hér úr ræðustól Alþing­is af hátt­virt­um stjórn­ar­liðum að þeir hefðu verið teymd­ir hér í hóp­um inn í bak­her­bergi til að fá þá til þess að samþykkja aðild­ar­um­sókn­ina að Evr­ópu­sam­band­inu, ell­egar hefðu þeir það í hendi sér að rík­is­stjórn­in springi í loft upp,“ sagði Ein­ar og bætti því við að Jó­hanna væri með svari sínu að bera saka þing­menn­ina um ósann­indi.

Ein­ar seg­ir að eina ástæðan fyr­ir því að aðild­ar­viðræðurn­ar haldi áfram sé sú að halda rík­is­stjórn­inni sam­an. Jó­hanna virðist lifa í öðru sól­kerfi en aðrir og að hún sé að draga upp ein­hvers­kon­ar glans­mynd af því hvernig viðræðurn­ar gangi fyr­ir sig. „Það veit öll þjóðin að þetta er rangt hjá for­sæt­is­ráðherra,“ sagði Ein­ar enn­frem­ur.

Jó­hanna vísaði ásök­un­um Ein­ars á bug. „Ég veit ekki hverju þingmaður­inn er van­ur í sín­um eig­in röðum, að hann sé teymd­ur í dilka þegar hann er eitt­hvað óþægur og vill ekki greiða at­kvæði eins og er kannski í sam­ræmi við stjórn­arsátt­mála.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert