Bæjarstjórar vilja samningaleið

Sautján bæj­ar­stjór­ar lýsa stuðningi við til­lög­ur „sátta­nefnd­ar­inn­ar“ um samn­inga­leið í grein sem þeir skrifa í Morg­un­blaðið í dag. Þær séu skyn­sam­leg leið til sátta. 

„Við hvetj­um stjórn­völd til þess að víkja til hliðar deil­um sem skapa óör­yggi um grund­vall­ar­at­vinnu­grein­ar þjóðar­inn­ar en fylgja þeirri sátt sem lagður hef­ur verið grunn­ur að. Með því væri stórt skref tekið í átt að auk­inni sam­fé­lags­sátt og leið vörðuð út úr þeim þreng­ing­um sem við nú búum við," skrifa bæj­ar­stjór­arn­ir.

Um er að ræða bæj­ar- og sveit­ar­stjóra í Vest­manna­eyj­um, Snæ­fells­bæ, Grinda­vík, Vest­ur­byggð, Tálkna­fjarðar­hreppi, Ak­ur­eyri, Grýtu­bakka­hreppi, Seyðis­firði, Hornafirði,  Langa­nes­byggð, Norðurþingi, Fjarðabyggð, Árborg, Bol­ung­ar­vík, Reykja­nes­bæ, Garðinum og Fjalla­byggð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka