Björn Bjarnason, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hvetur til þess að Icesave-málinu verði vísað til þjóðarinnar.
„Sporin hræða í Icesave-málinu og sagan sýnir að breið samstaða
þingmanna um lausn á alþjóðlegu ágreiningsmáli þar sem þeir eru beittir
miklum þrýstingi af öðrum þjóðum eða hagsmunaaðilum samræmist ekki
endilega þjóðarhagsmunum. Úr því að Icesave-málið var lagt í dóm
þjóðarinnar og niðurstaða þess dóms leiddi til gjörbreyttrar
samningsstöðu og síðan mun skynsamlegri niðurstöðu að mati þorra
þingmanna er sjálfsögð og eðlileg krafa að alþingi ákveði að bera
Icesave að nýju undir þjóðina,“ segir Björn í leiðara á vefsíðu Evrópuvaktarinnar.
Evrópuvaktin