Borgarráð hefur samþykkt að unnið verði að sameiningu upplýsinga- og vefmála hjá Reykjavíkurborg. Markmiðið með sameiningunni er að efla faglega upplýsingagjöf til almennings, auka skilvirkni og ná fram hagræðingu.
Endanleg útfærsla tillögunnar verður unnin á næstu vikum og lögð fyrir borgarráð að því loknu.