„Engin flóðbylgja“ úrsagna

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Eitthvað hefur verið um úrsagnir úr Sjálfstæðisflokknum í dag, að sögn Jónmundar Guðmarssonar, framkvæmdastjóra flokksins. Hann sagði að þær hafi verið orðnar 29 í morgun en hafði ekki nýrri tölu handbæra nú síðdegis.

Greint hefur verið frá því í dag að fólk hafi brugðist illa við ákvörðun meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að styðja nýjasta Icesave samninginn og gengið úr flokknum.

„Það er ekki stórvægilega merkjanleg breyting í félagatalinu hjá okkur,“ sagði Jónmundur. Hann sagði að á milli 50 og 60 þúsund manns séu í flokknum og miðað við það séu ekki miklar hreyfingar á flokksskránni.

Hann sagði að á hverjum degi sé einhver hreyfing og fólk bæði að ganga úr flokknum og í hann. „Það er auðvelt fyrir fólk að ganga í flokkinn og að ganga úr honum líka. En það er engin flóðbylgja í gangi,“ sagði Jónmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert