Það er hálka bæði á Hellisheiði og í Þrengslum, líkt og á flestum vegum á Suðurlandi. Hálka er einnig á Suðurnesjum, Reykjanesbrautinni og á Kjalarnesi.
Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á Vesturlandi, sumstaðar með skafrenningi eða éljum. Þungfært er á Skógarströnd.
Á Vestfjörðum er mokstur hafinn á öllum vegum þar sem verið hefur fyrirstaða.
Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Norðurlandi og víða töluverður skafrenningur. Það er þungfært í Fljótum og eins á Hólasandi.
Á Austurlandi er víðast hvar nokkur hálka eða snjóþekja. Á Suðausturlandi eru ýmist hálkublettir eða hálka.
Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur á Austurlandi við mikilli umferð hreindýra, sérstaklega á Fagradal.