Harpa að verða klár að innan

Það styttist óðum í að tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa verði opnað almenningi. Greina má nokkurn asa meðal hinna fjölmörgu iðnaðarmanna sem vinna nú í öllum hornum hússins. Þeir eru í kappi við tímann - því einungis þrír mánuðir eru til stefnu. Þann fjórða maí verður tóninn gefinn.

Mbl.is leit við í Hörpu í gær og fylgdist með gangi mála. Óhætt er að segja að framkvæmdir séu komnar nokkuð vel á veg - í það minnsta að innanverðu. Byrjað er að klæða húsið að innan og allir fjórir salir hússins eru farnir að taka á sig mynd.

Framkvæmdirnar við hafnarbakkann hafa frá upphafi verið umdeildar. Mörgum þykir löngu tímabært að Íslendingar fái slíkt tónlistarhús. En mörgum þykir húsið líka of kostnaðarsamt, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdirnar standa yfir á miðjum niðurskurðartímum hins opinbera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert