Hitafundur foreldra um niðurskurð í skólum

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Mikill hiti var í fundarmönnum á fundi SAMFOK með formönnum foreldrafélaga grunnskóla í Reykjavík í kvöld. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, ræddi þar um fyrirhugaðan niðurskurð á næsta skólaári.

Guðrún Valdimarsdóttir, formaður SAMFOK, segir að heitar umræður hafi spunnist á fundinum og fólk hafi verið virkilega reitt yfir niðurskurðaráformum. Ákveðnar tölur hafi ekki verið mikið nefndar en Oddný hafi rætt um 2,7% skerðingu á kennslumagni. Það sé töluvert minna en það sem kom fram í plaggi sem áður var sent skólastjórnendum.

„Foreldrar eru almennt mjög reiðir yfir þessum niðurskurði og hafna honum. Þeir vilja ekki að það sé skorið neitt af menntun annars vegar og því sem varðar líðan og öryggi barna í skólanum hins vegar.“

Hún segir foreldra ekki sætta sig við skert kennslumagn og telji að með niðurskurðarkröfunum verði ekki hægt að bjóða upp á kennslu samkvæmt aðalnámskrá. Nú þegar sé víða ekki hægt að tryggja öryggi barna á skólatíma og að þeim líði vel í frímínútum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert