Framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs Íslands hvetur stjórnvöld og stjórnarandstöðu til að leysa Icesave-málið hratt og örugglega. Nú sé meirihluti á þingi til að samþykkja fyrirliggjandi Icesave-frumvarp. Sú niðurstaða er ábyrg að mati VÍ.
Þetta kemur fram í ályktun sem Viðskiptaráð Íslands hefur sent frá sér.
„Áframhaldandi óvissa um lyktir Icesave deilunnar er endurreisn hagkerfisins ekki til framdráttar og með málið í baksýnisspeglinum gefst stjórnvöldum færi á að veita öðrum og uppbyggilegri viðfangsefnum athygli. Af nógu er að taka,“ segir Viðskiptaráð Íslands.