Ýta á alla takka

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði á Alþingi í dag, að ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins samþykkja Icesave-frumvarpið hafi flokkurinn í Icesave-málinu ýtt á alla atkvæðatakkana við sæti þingmanna: gula, rauða og græna takkann.

„Ég er ekki viss um að þetta sé mjög ábyrg afstaða," sagði Höskuldur undir lok annarrar umræðu um Icesave-frumvarpið. Hann hefur lýst því yfir að hann muni ekki samþykkja frumvarpið. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins hefur lýst hinu sama yfir.

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður flokksins, sagðist hins vegar líklega myndu sitja hjá í atkvæðagreiðslu um málið. Hún sagði, að allir flokkar hefðu fallist á að skipa fulltrúa í samninganefnd um Icesave-málið og í því fælust ákveðin skilaboð því ef menn ætluðu ekki að borga eina einustu krónu væri ekki um neitt að semja. 

Ljóst væri að samningarnir, sem náðust í desember væru miklu betri en fyrri samningar og afar, afar ólíklegt væri að Íslendingar gætu náð betri samningum.  Því væru tveir kostir í stöðinni: annar að menn telji að ekki verði komist lengra og fallist á samningana og hinn að snúa við blaðinu og neita að borga og láta dómstóla skera úr.  Siv sagðist hins vegar telja litlar líkur á að Ísland vinni slíkt mál og því væri áhættusamt að fara með málið til dómstóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert