280 sjóðir hafa ekki skilað ársreikningum

Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi.
Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi.

 Mikið vantar upp á að sjóðir og sjálfseignarstofnanir hafi skilað ársreikningum eins og þeim ber skylda til að gera. Alls eiga 280 sjóðir og sjálfseignarstofnanir eftir að skila ársreikningum vegna ársins 2009 og sumir hafa aldrei skilað reikningum.

Ríkisendurskoðun ber lögum samkvæmt að fylgjast með að sjóðir og sjálfeignarstofnanir skili ársreikningum. Í gegnum tíðina hefur verið misbrestur á því að forsvarsmenn þeirra skili reikningum.

Ef ársreikningum er ekki skilað getur Ríkisendurskoðun vísað málum til embættis sýslumannsins á Sauðárkróki sem reynir að hafa upp á forsvarsmönnum sjóðanna. Sýslumaður getur vísað málum til lögreglu ef grunsemdir vakna um misferli.

Sjóðir sem ekki hafa skilað ársreikningum

Yfirlit um niðurstöður reikninga sjálfseignarstofnana

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert