Björn tekur við formennsku af Kristjáni

Björn Snæbjörnsson, formaður einingar - Iðju.
Björn Snæbjörnsson, formaður einingar - Iðju. mbl.is/Skapti

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju á Akureyri, var kjörinn varaformaður Starfsgreinasambandsins (SGS) á síðasta þingi þess. Það kemur því í hans hlut að taka við formennsku í sambandinu eftir að Kristján Gunnarsson sagði af sér.

Björn hefur lengi verið í forystusveit fyrir Starfsgreinasambandinu og forvera þess, Verkamannasambandinu. Björn er formaður samninganefndar SGS sem nú leitar eftir samningum við Samtök atvinnulífsins. Starfsgreinasambandsins gengur til samninga við SA í tvennu lagi, annars vegar er Flóabandalagið í því eru stærstu félögin í Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík og hins vegar eru önnur félög á landsbyggðinni. Tvö félög, Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness, hafa dregið samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins til baka.

Það reynir því talsvert á formann Starfsgreinasambandsins á næstunni, að stuðla að samstöðu innan sambandsins í þeim viðræðum sem nú standa yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert