Kristján segir af sér

Kristján G. Gunnarsson.
Kristján G. Gunnarsson.

Kristján G. Gunnarsson hefur sagt af sér formennsku í Starfsgreinasambandinu og dregið sig út úr stjórnarstörfum fyrir Alþýðusamband Íslands og Festu lífeyrissjóð.

Í yfirlýsingu, sem Kristján hefur sent frá sér, segir að ábyrgð hans sem stjórnarmanns í Sparisjóðnum í Keflavík í aðdraganda falls sjóðsins hafi verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Segir Kristján að sjónarmið hans í því efni hafi ekki komist nægilega vel til skila og trúverðugleiki hans beðið hnekki.

„Ég bregst nú við með því að reyna að lágmarka þau áhrif sem þetta mál kann að hafa gagnvart þeim samtökum sem ég hef unnið fyrir lengst af á starfsævi minni. Ég hef þess vegna ákveðið að falla frá formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands og draga mig út úr stjórnarstörfum fyrir ASÍ og  Festu - lífeyrissjóð. Um stöðu mína í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis mun ég ræða við félaga mína í því félagi," segir í yfirlýsingu Kristjáns þar sem hann fer yfir þau mál, sem snúa að honum og Sparisjóðnum í Keflavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert