Hálka og éljagangur er nú á höfuðborgarsvæðinu og hafa tugir árekstra orðið það sem af er degi, þar af þrír þriggja bíla árekstrar. Enginn slys hafa orðið á fólki en flytja hefur þurft nokkrar bifreiðar með kranabíl. Birgir Hilmarsson hjá Árekstur.is segir að svo virðist sem fólk gefi sér ekki nægan tíma til þess að komast á milli staða.
Vert er að benda á að þjónusta arekstur.is er almenn þjónusta sem stendur ökumönnum er lenda í umferðaróhappi til boða án endurgjalds.