Samþykkja ekki Icesave

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Stjórn félags sjálfstæðismanna í Árbæ-, Selási-, Ártúns- og Norðlingaholti samþykkja ekki að Icesave-skuldin verði lögð á þjóðina og lýsir stjórnin yfir andstöðu við stuðning forystu Sjálfstæðisflokksins við Icesave-frumvarpið, og að einkaskuldir verði lagðar á þjóðina.

Þetta kemur fram í svohljóðandi ályktun:

„Við samþykkjum ekki að Icesave skuldin verði lögð á þjóðina.

Við lýsum yfir andstöðu okkar við stuðning forystu Sjálfstæðisflokksins við Icesave frumvarpið og að einkaskuldir verði lagðar á þjóðina.

Stjórnin gerir kröfu um að ef núverandi samningur verði samþykktur á Alþingi að málinu verði vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu til staðfestingar eða synjunar. Það er lýðræðisleg krafa að þjóðin eigi lokaorðið eftir að hafa hafnað samningi áður í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Jafnframt er áréttuð skýr afstaða landsfundar og  að okkur, Íslendingum, ber ekki lagaleg skylda til að greiða Icesave.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert