Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýndur

Icesave-frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn 11 eftir aðra …
Icesave-frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn 11 eftir aðra umræðu í gær. mbl.is/Golli

Sjálfstæðisflokkurinn og formaður hans eru gagnrýndir harðlega í leiðara Morgunblaðsins í dag fyrir að styðja frumvarp um nýjan Icesave-samning.  

„Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skyndilega ákveðið að verða vikapiltur Steingríms J. í málinu. Ekki hefur fengist nein haldbær skýring á þeirri breytingu á afstöðu hans og hvers vegna hann ákveður að gefa landsfundi flokks síns langt nef. Sjálfstæðismenn eru agndofa," segir m.a. í leiðaranum.

Níu þingmenn flokksins greiddu frumvarpinu atkvæði eftir aðra umræðu á Alþingi í gær. Einn greiddi atkvæði á móti og fjórir sátu hjá. 

„Á almanna vitorði er að þingflokkur sjálfstæðismanna er enn án sjálfstrausts og ekki til stórræðanna. Það er þó óþarfi. Þeir eru í stjórnarandstöðu gagnvart einni verstu stjórn sem í landinu hefur setið. Stjórn sem klúðrar öllu. Eftir hvert klúður gerir forsætisráðherrann hróp að Sjálfstæðisflokknum, hrakyrðir hann og uppnefnir. Þegar ofsinn rjátlast af þá kallar sami ráðherra á forystumenn Sjálfstæðisflokksins í sín hús til að láta þá gera fyrir sig viðvik. Og alltaf mæta þeir trítlandi. Hvers vegna? Hvað er eiginlega að?" segir í niðurlagi leiðarans.

Gagnasafn Morgunblaðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert