Amelie hugsar hlýlega til Íslendinga

Madina Salamova sem er þekkt undir höfundarnafninu Maria Amelie í …
Madina Salamova sem er þekkt undir höfundarnafninu Maria Amelie í Noregi.

„Það hlýjar mér um hjartaræturnar að Ísland skuli hafa hugsað til mín og að það vilji sýna mér samstöðu,“ segir Maria Amelie, sem var nýverið vísað frá Noregi, á bloggsíðu sinni. Hún segir að það sé rangt sem fram hafi komið í frétt ABC Nyheter í Noregi að hún vilji ekki gerast íslensku ríkisborgari.

Íslenskir þingmenn hafa lagt til að Amelie, sem heitir í raun Madina Salamova, fái íslenskan ríkisborgararétt. Henni var nýlega vísað frá Noregi, hvar hún hafði búið frá árinu 2002 sem ólöglegur innflytjandi.

Amelie segir að hún líti á aðstoðina frá Íslendingum sem lítið kraftaverk og ljós í myrkrinu. Þetta sé eitthvað sem hún muni ekki gleyma.

Mbl.is vísaði nýverið í frétt ABC Nyheter um málið sem leiddi til þess að Amelie hefur nú bloggað um málið til að koma réttum skilaboðum á framfæri.

Bloggsíða Amelie.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert