Í Húsaskóla í Grafarvogi er gert ráð fyrir að stöðugildum fækki um fimm og hálft á næsta skólaári. Foreldrar eru ósáttir við þessar áætlanir.
„Manni finnst svolítið blóðugt að það sé verið að taka af þeim menntun sem þau fá aldrei til baka. Við erum að arfleiða þau að skuldunum okkar, nú erum við að ræna af þeim menntuninni líka,“ segir Magnea Lena Björnsdóttir, formaður foreldrafélags Húsaskóla.