Karlmaður braut gler í reiði sinni í hraðbanka í bankaútibúi í Kringlunni í dag.
Manninum hafði verið vísað frá bankanum þar sem búið var að loka afgreiðslunni en verið var að hleypa viðskiptavinum út á sama tíma. Hann barði á glerdyr útibúsins og að því loknu snéri hann sér að hraðbankanum með fyrrnefndum afleiðingum.
Að sögn lögreglu forðaði maðurinn sér á hlaupum en náðist stuttu síðar. Hann gekkst við verknaðinum og kemur líklegast til með að þurfa að greiða það tjón sem hann olli. Að sögn lögreglu var maðurinn hvorki ölvaður né undir áhrifum fíkniefna.